Vörumynd

Ástarsaga Íslendinga að fornu

Ef til vill má segja það um flest lönd
jarðarinnar að þau hafi byggst af ást. En Ísland
hefur þá sérstöðu að í Landnámabók er varðveitt
saga af því. Ást Hjö...

Ef til vill má segja það um flest lönd
jarðarinnar að þau hafi byggst af ást. En Ísland
hefur þá sérstöðu að í Landnámabók er varðveitt
saga af því. Ást Hjörleifs á Helgu Arnardóttur,
systur Ingólfs landnámsmanns, varð til þess,
segir sagan, að þeir fóstbræður fóru frá Noregi
og leituðu Íslands. Svo skemmtilega vill líka
til að í elsta texta Íslandssögunnar, næstum
óskiljanlegri rúnaristu frá 10. eða 11. öld, má
lesa orðið ³ástÊ.
Hér er fjallað á lifandi og
aðgengilegan hátt um ástir Íslendinga á
tímabilinu 870Í1300: um rétt landsmanna til að
elska, hömlur á þeim rétti, frjálsar ástir,
makaval, festar og brúðkaup, hjónaskilnaði,
frillulíf, stöðu óskilgetinna barna og ást á
eigin kyni, svo nokkuð sé nefnt. Leitað er í
forn kvæði, lögbækur, Íslendingasögur,
Sturlungu, biskupasögur og fleiri rit og kemur í
ljós að ástin réð furðumiklu í lífi Íslendinga
að fornu.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  5.186 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt