Vörumynd

Frændi Minn Kenndi Mér

Átt þú ekki svona frænda sem að kunni að gera öll prakkarastrikin? Ef ekki þá er bókin Frændi Minn Kenndi Mér tilvalin fyrir þig.
Frændi minn kenndi mér að gera dyraöt, símaö...

Átt þú ekki svona frænda sem að kunni að gera öll prakkarastrikin? Ef ekki þá er bókin Frændi Minn Kenndi Mér tilvalin fyrir þig.
Frændi minn kenndi mér að gera dyraöt, símaöt og meira að segja að hnoða í góðan snjóbolta. Kannski getur hann kennt þér eitthvað líka?
Eftir margra ára bið er búið að taka saman öll þessi prakkarastrik sem að eldri kynslóðir Íslands hafa leikið á hvert annað og koma þeim fyrir í góðri vasastærð af bók. Hún er tilvalin til að taka með í ættarmót, jólaboð, afmæli eða bara til að lesa heima og læra.
Frændi Minn Kenndi Mér er ætluð til að fræða yngri kynslóðir um þá hrekki og prakkarastrik sem að eldri kynslóðir léku sér að gera og á sama tíma að leyfa eldri kynslóð aðeins að rifja upp skemmtilega tíma í æsku sinni. Hún brúar kynslóðabil og fær fólk til að tala saman á skemmtilegan máta eftir lestur.
Vert er að taka fram að þetta eru allt prakkarastrik sem að hægt var að gera á sínum tíma, en ekki undir neinum kringumstæðum á að endurtaka þau.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt