Vörumynd

Heiður og huggun

Bókin Heiður og huggun markar tímamót í
rannsóknum á íslenskum bókmenntum síðari alda. Í
henni er fjallað um bókmenntagreinar sem voru
vinsælar áður fyrr en...

Bókin Heiður og huggun markar tímamót í
rannsóknum á íslenskum bókmenntum síðari alda. Í
henni er fjallað um bókmenntagreinar sem voru
vinsælar áður fyrr en hafa ekki verið
rannsakaðar að neinu marki hér á landi fram að
þessu. Einnig eru birtir textar sem aðeins eru
varðveittir í handritum og hafa ekki áður verið
prentaðir. Kenningar um bókmenntagreinar (genre
theory) eru notaðar til að endurskilgreina 17.
aldar erfiljóð og jafnframt til að sýna fram á
að sum kvæði sem ort voru í minningu látinna
tilheyra öðrum kvæðagreinum. Þær kallar höfundur
harmljóð og huggunarkvæði og telur það skipta
máli fyrir lestur, skilning og túlkun á
einstökum kvæðum hverja af þessum kvæðagreinum
miðað er við. Rannsakað var úr hvaða jarðvegi
kvæðagreinarnar eru sprottnar og hvaða
bókmenntalegu hefðir liggja þeim til
grundvallar, en einnig það félagslega umhverfi
sem þær tilheyrðu.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.890 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  4.899 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt