Vörumynd

Andlitsmeðferð og efnafræði

Starfsvið snyrtifræðinnar er afar fjölbreytt.
Það nær til alls þess er varðar húðina og
undirliggjandi vefi, hvort sem um er að ræða
andlitsmeðferð, handsny...

Starfsvið snyrtifræðinnar er afar fjölbreytt.
Það nær til alls þess er varðar húðina og
undirliggjandi vefi, hvort sem um er að ræða
andlitsmeðferð, handsnyrtingu, fótsnyrtingu eða
líkamsmeðferð. Í þessari bók er fjallað um
andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara með
hliðsjón af námskrá menntamálaráðuneytisins í
snyrtifræði. Hún skiptist í fimm hluta. Fyrstu
þrír hlutarnir eru grunnmeðferð A, B og C,
fjórði hlutinn er um sérhæfðar meðferðir og sá
fimmti um efnafræði snyrtivara og notkun þeirra.
Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku
og ætti að nýtast öllum þeim sem eru að læra
snyrtifræði í skólum, eða til endurmenntunar.
Höfundarnir eru snyrtifræðimeistarar og kennarar
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en hafa auk
þess víðtæka reynslu af námskeiðahaldi,
snyrtistofurekstri og faglegu starfi innan
greinarinnar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt