Vörumynd

Með góðu eða illu - kilja

Af algerri tilviljun komast Dicte Svendsen og
vinkona hennar hjá bráðum bana þegar tvær
sprengjur springa í miðborg Árósa, önnur í
sólbaðsstofu þar sem þær ...

Af algerri tilviljun komast Dicte Svendsen og
vinkona hennar hjá bráðum bana þegar tvær
sprengjur springa í miðborg Árósa, önnur í
sólbaðsstofu þar sem þær ætluðu að hittast og
hin í bifreið umdeilds stjórnmálamanns. Í
annarri sprengingunni ferst ung, fötluð kona og
rannsókn á vettvangi beinir grun að syni Dicte
sem er nýsloppinn úr fangelsi. En hann er
horfinn, sporlaust. Leitin að honum leiðir Dicte
á ókunnar háskaslóðir í nútíð og fortíð. Með
góðu eða illu er talin besta saga Elsebeth
Egholm um rannsóknarblaðakonuna Dicte Svendsen.
Sjálf er Egholm ókrýnd glæpasagnadrottning Dana
og haslar sér nú völl í sjónvarpi; meðal annars
er unnið að gerð sjónvarpsþátta eftir sögunum um
Dicte Svendsen. Auður Aðalsteinsdóttir þýddi.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.790 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.800 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt