Vörumynd

Einn af okkur

AF

Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum.
Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur
þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu,
afgreiðslumað...

Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum.
Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur
þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu,
afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni hélt að hann
væri hommi en Kúrdanum sem átti kebabstaðinn í
plássinu fannst hann vera vingjarnlegasti
Norðmaður sem hann hafði nokkurn tímann
hitt.

Einn af okkur er áhrifamikil saga fólks í
leit að samastað innan ramma samfélagsins.
Rashid-systurnar frá Nesodden. þrír vinir frá
Troms. Ungur maður frá Ósló. Öll hittust Þau í
Útey 22. júlí 2011.

Einn af okkur lýsir
voðaverkum og hryllingi en hún er líka mögnuð og
mikilvæg samtímasaga um von og höfnun, ást og
fordóma.

Åsne Seierstad er margverðlaunaður
stríðsfréttaritari og rithöfundur, einna
þekktust fyrir Bóksalann í Kabúl sem naut fádæma
vinsælda og kom út á fjöldamörgum tungumálum.
Eftir að Anders Behring Breivik kom fyrir
sprengju í stjórnarhverfinu í Ósló og myrti 69
manns í Útey hóf Seierstad í fyrsta sinn að
skrifa um sína eigin þjóð.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt