Vörumynd

Mono Town-In The Eye Of The LP

EYE

³In The Eye of the StormÊ er frumburður
hljómsveitarinnar og á augabragði heyrist að hún
hefur nostrað við hvert einasta smáatriði á
plötunni sem er ákafleg...

³In The Eye of the StormÊ er frumburður
hljómsveitarinnar og á augabragði heyrist að hún
hefur nostrað við hvert einasta smáatriði á
plötunni sem er ákaflega vel samin og útsett. Í
grunninn spilar hljómsveitin hljómfagurt og
melódískt rokk sem sækir áhrif sín víða og
bliknar hún hvergi hjá í samanburði við erlendar
sveitir eins Midlake, Caveman, Fleet Foxes og
Radiohead, svo nokkur dæmi séu tekin. Hljómur
plötunnar er fádæma góður og segja má það sama
um allan tónlistarflutning sem ekki er
framkvæmdur af aukvissum. Radd- og
strengjaútsetningar gefa plötunni mjög myndrænan
og tignarlegan blæ sem á köflum kalla fram
skírskotanir í ekki ómerkari tónskáld á borð við
Ennio Morricone og Serge Gainsbourg.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt