Vörumynd

Andvaka

Andvaka. Æviþáttur og Ljóð Tómasar skálds
Guðmundssonar
Geirdælings hins víðförla
Fyrra bindi. Lárus Jóhannsson tók

saman.

Tómas G...

Andvaka. Æviþáttur og Ljóð Tómasar skálds
Guðmundssonar
Geirdælings hins víðförla
Fyrra bindi. Lárus Jóhannsson tók

saman.

Tómas Guðmundsson, sem kallaði
sig Tómas Geirdæling og hlaut viðurnefnið
víðförli, var allslaus förumaður á
Vestfjarðakjálkanum á síðari hluta 19. aldar.
Þessi umkomulausi maður úr
Austur-Barðastrandarsýslu má teljast eitt af
bestu alþýðuskáldum sinnar tíðar þó að
kveðskapur hans hafi fram til þessa verið
flestum óþekktur. Barn að aldri missti Tómas
móður sína og lenti á sveit. Við ferminguna gaf
presturinn drengnum eftirfarandi vitnisburð:
Greindur, gáfaður og náttúrugóður, gæddur sögu-
og náttúrugáfum. Förumaðurinn og skáldið Tómas
Geirdælingur hinn víðförli varð úti á göngu
sinni stuttan veg milli bæja á Ströndum á
jólaföstu 1895, nær sjötugur að aldri. Líkið
fannst viku síðar og stóðu hreppstjórar árum
saman í bréfagerðum varðandi útfararkostnaðinn.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt