Vörumynd

Litla hugsanabókin

Von er á nýrri Hugsanabók eftir Guðberg Bergson
um miðjan maí en hún hefur að geyma 100 léttar
hugsanir fyrir allan almenning, eins og segir
framan á kápu b...

Von er á nýrri Hugsanabók eftir Guðberg Bergson
um miðjan maí en hún hefur að geyma 100 léttar
hugsanir fyrir allan almenning, eins og segir
framan á kápu bókarinnar. Hinn sifrjói Guðbergur
nýtur sín vel í þessu umhverfi þar sem hann
fjallar um lífið og tilveruna, er ekkert
óviðkomandi og hlífir engu og engum, síst
sjálfum sér.
nr. 1
Bankar og við erum bestu
skinn með gagnkvæman skilning: Fyrir hrund vildu
þeir allt fyrir okkur gera. Eftir það viljum við
þjónusta þá.
nr. 68
Ástarjátning:
Ég veit ekki
hvort ég er í þér
eða ég er í mér
eða þú byrjar
í þér
en endar í mér.
Eða hefst þú í mér
en
endar í þér
eða byrjar þú í þér
og enda í
mér?
Er ástin þvílík endemis þvæla?

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.111 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt