Vörumynd

Eiðrofinn

Tvíburar goðsagnarinnar eru sundraðir. Endalokin
nálgast.
Á eyjunni Alcatraz búa Machiavelli og
Billy the Kid sig undir að hlýða skipunum
fornanna ...

Tvíburar goðsagnarinnar eru sundraðir. Endalokin
nálgast.
Á eyjunni Alcatraz búa Machiavelli og
Billy the Kid sig undir að hlýða skipunum
fornanna og sleppa ójarðneskum skrímslum lausum.
Mannkyninu skal útrýmt.
Á meðan fara Scathach,
Jóhanna af Örk og aðrir bardagajaxlar aftur í
löngu horfin skuggaríki til að freista þess að
bjarga samtímanum frá glötun.
Í San Francisco
hefur Josh kosið sér bandamenn. Hann er ekki
lengur í liði með systur sinni og Flamelhjónunum
heldur galdramanninum John Dee og hinni
dularfullu Virginiu Dare. Sophie verður að finna
tvíburabróður sinn áður en bardaginn hefst.
Annars er öllu lokið ...
Michael Scott heldur
hér áfram með spennuþrunginn bókaflokk sinn um
forna, skrímsli og ódauðlega menn í baráttu upp
á líf og dauða. Fyrri bækurnar,
Gullgerðarmaðurinn, Töframaðurinn, Seiðkonan og
Særingamaðurinn, hafa allar notið mikilla
vinsælda meðal unglinga og annarra sem hafa yndi
af æsispennandi ævintýrasögum.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.690 kr.
  Skoða
 • Penninn
  4.667 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt