Vörumynd

Taumhald á tilfinningum

Viltu að þér líði betur? Viltu þagga niður í
röddinni sem segir að þú sért ekki nógu góð/ur?
Viltu efla sjálfstraustið og byggja upp styrk
til að takast á ...

Viltu að þér líði betur? Viltu þagga niður í
röddinni sem segir að þú sért ekki nógu góð/ur?
Viltu efla sjálfstraustið og byggja upp styrk
til að takast á við lífið? Finnst þér lífið
stundum ekki þess virði að lifa því?
Þetta
er bók fyrir þá sem vilja láta sér líða betur og
takast á við tilfinningar sínar. Allar
tilfinningar eru réttmætar, en sumar eru bara
til skamms tíma og aðrar til langframa. Erfiðar
minningar og óuppgerð áföll gera okkur einnig
erfitt fyrir og valda kvíða, þunglyndi og ýktum
tilfinningasveiflum. Í bókinni er fjallað um
hvernig við getum notað hugann til að vinna úr
minningum og áföllum og tekist á við
tilfinningarnar. Einnig er fjallað um hvernig
hægt er að verja sig fyrir neikvæðni annarra, ná
stjórn á huganum, taka ábyrgð á lífinu og finna
innri ró. Ef þú vilt að þér líði betur er þetta
bók fyrir þig.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt