Vörumynd

DP Damascus kokkahnífur vestrænn - 180mm - F332

2671
DP Damascus kokkahnífur vestrænn - 180mm - F332. Gyuto hnífar eru japanskir kokkahnífar, en Gyuto þýðir í bókstaflegri merkingu: Nauta-sverð. Kokkahnífarnir eru til alls nothæfir í eldhúsinu. Blaðið er úr 37 laga ryðfríu VG-10 stáli. Handfangið er úr viðarklæddu stállagi, en stálið í blaðinu gengur alla leið aftast í handfangið. Um Gyuto hnífa: Gyuto eru japanskir kokkahnífar. Bakki og egg blaðsi…
DP Damascus kokkahnífur vestrænn - 180mm - F332. Gyuto hnífar eru japanskir kokkahnífar, en Gyuto þýðir í bókstaflegri merkingu: Nauta-sverð. Kokkahnífarnir eru til alls nothæfir í eldhúsinu. Blaðið er úr 37 laga ryðfríu VG-10 stáli. Handfangið er úr viðarklæddu stállagi, en stálið í blaðinu gengur alla leið aftast í handfangið. Um Gyuto hnífa: Gyuto eru japanskir kokkahnífar. Bakki og egg blaðsins speglast svo til fullkomlega. Örlítill bogi myndast eftir því sem handfangið fjarlægist og endar svo í hvössu horni. Þeir eru lengri en Santoku hnífarnir. Orðið Gyuto (牛刀) þýðir á japönsku nauta-sverð. Hnífurinn er oftast notaður í Japan við að matreiða vestrænan mat, t.d. steikur og annað kjöt. Algeng lengd á blaði er um 200 mm og uppúr. Blað og handfang: Blaðið er 180 mm langt úr 37 laga Damascus VG-10 stáli sem er vel ryðvarið og fullkomið fyrir bæði áhugafólk og lengra komna í eldhúsið. Lögin eru á víxl kolefnisrík og snauð. Kolefnisrík miðjulögin halda brýningu betur og eru mýkri, og kolefnissnauðari ytri lögin veita góða vörn gegn tæringu og hnjaski. Handfangið er úr viðarklæddu stállagi, en stálið í blaðinu gengur alla leið aftast í handfangið. Viðhald: Gæða hnífa á aldrei að setja í uppþvottavél. Heitt vatn á að duga og sápa ef þörf er á. Best að nota mjúkan svamp. Gott er að brýna hnífinn reglulega, þó aldrei minna en einu sinni á ári. Hægt er að nota hefðbundinn borðbrýni, t.d. keramík brýninn frá Tojiro (F-641). Best er þó að brýna á blautum brýningasteini, eða láta fagfólk um brýninguna. Best er að geyma hnífinn þar sem blaðið er verndað, t.d. á hnífasegli á vegg. Þegar gengið er frá blautum hníf er lang best að strjúka yfir hann með þurrum klút eða pappír til að ná mestri bleytu af honum. Það eykur endingu blaðsins og handfangsins.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt