Vörumynd

Life Fitness IC6 spinning hjól

Life Fitness
Life Fitness IC6 spinning hjólin eru sérlega vönduð hjól sem að henta vel til notkunar í jafnt heimahúsi sem og æfingastöð. Hjólið sameinar fallega hönnun, hágæða íhluti og hugbúnað til þess að skapa sem bestu upplifun fyrir notandann. Með IC6 spinning hjólinu getur þú tekið öfluga æfingu líkt og í æfingastöð án þess að fara út úr húsi. Hjólið er afar þægilegt í notkun en bæði hnakk og stýri er...
Life Fitness IC6 spinning hjólin eru sérlega vönduð hjól sem að henta vel til notkunar í jafnt heimahúsi sem og æfingastöð. Hjólið sameinar fallega hönnun, hágæða íhluti og hugbúnað til þess að skapa sem bestu upplifun fyrir notandann. Með IC6 spinning hjólinu getur þú tekið öfluga æfingu líkt og í æfingastöð án þess að fara út úr húsi. Hjólið er afar þægilegt í notkun en bæði hnakk og stýri er hægt að stilla bæði fram og aftur. Það að koma sér í réttu stellinguna á hjólinu skiptir gríðarlega miklu máli eins og allir sem eitthvað hafa stundað hjólreiðar vita. Stýrið á hjólinu er gripgott og húðað með mjúkri húð sem að minnkar álag á hendur. Stýrið er hannað þannig að hægt sé að vera í nokkrum mismunandi stellingum án þess að þurfa að breyta um stillingar á stýrispóstinum. WattRate tölvan sem fylgir með hjólinu sýnir þér allar helstu upplýsingar ásamt því að hvetja þig áfram. Tölvan er tengd við nákvæman wattamæli sem er í hjólinu sjálfu en einnig er hægt að tengja hana með bluetooth eða ANT+ við snjalltæki og/eða púlsmæli. Coach by color æfingakerfið er það sem að hvetur þig svo áfram en með því getur þú skipulagt æfingu út frá wattasvæðum eða púlssvæðum. ICG appið virkar afar vel með Coach by color en þar finnur þú fyrirfram skipulagðar æfingar sem þú getur tekið fyrir. IC6 hjólið byggir á segulmótstöðu sem að er svo gott sem viðhaldsfrír búnaður sem lítið heyrist í. Notað er sérstakt Poly-V belti sem að er gríðarlega sterkt og þarfnast ekki reglulegs viðhalds eins og t.d. Keðja. Mótstöðunni er stjórnað með flipa sem að virkar einnig sem neyðarbremsa. Sérstök hlíf umlykur búnaðinn í hjólinu til þess að vernda hann frá svita og ryki. IC6 er frábrugðið IC5 að því leyti að í það er innbyggður rafall sem knýr tölvuna sem er sú sama og er í IC7 hjólinu eða WattRate TFT tölva. Í IC5 er hinsvegar grunntölva sem heitir WattRate en hún stýrir Coach by color kerfinu í gegnum lítið ljós sem snýr að hjólaranum en í Wattrate TFT tölvunni þá lýsist upp allur skjárinn og ljós framan á skjánum svo þjálfari sjái.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt