Vörumynd

Life Fitness F3 hlaupabretti GO

Life Fitness
F3 Hlaupabrautin frá Life Fitness er í fullri stærð, stöðug og með einstaklega gott fjöðrunarkerfi ásamt því að vera samanbrjótanleg. Hágæða íhlutir og fagmannlegur frágangur tryggir að brautin mun þola mikla notkun í fjölda ára. Aðalkostur F3 þegar miðað er við aðrar brautir frá Life Fitness er sá að hægt er að brjóta brautina saman og færa hana til á hjólum sem koma niður úr henni þegar hún f...
F3 Hlaupabrautin frá Life Fitness er í fullri stærð, stöðug og með einstaklega gott fjöðrunarkerfi ásamt því að vera samanbrjótanleg. Hágæða íhlutir og fagmannlegur frágangur tryggir að brautin mun þola mikla notkun í fjölda ára. Aðalkostur F3 þegar miðað er við aðrar brautir frá Life Fitness er sá að hægt er að brjóta brautina saman og færa hana til á hjólum sem koma niður úr henni þegar hún fer í uppreista stöðu. Life Fitness líkamsræktartæki eru af slíkum gæðum að þú getur aðeins vænst þess besta.   Púlsmæling Púlsmælifletir eru á handföngum ásamt því að með mælaborðinu fylgir púlsskynjari sem hægt er að festa utan um brjóstið á notanda fyrir sem nákvæmasta mælingu. Auðveld í notkun Brautin er afar auðveld í notkun, sama hvort mælaborð er valið. Viðhald við brautina er afar lítið og auðvelt að þrífa t.d. glasahaldara. Quick Start Hlaupabrautin man eftir hraða sem notandi velur fyrir göngu, skokk og hlaup. Þetta minni nýtir hún þegar notaður er quick start eiginleikinn þar sem hægt er að fara beint af stað án þess að ákveða æfingaprógram. Flexdeck fjöðrun Flexdeck fjöðrunarkerfið er það sem gerir Life Fitness brautir mjúkar og góðar fyrir liðamót. Kerfið getur minnkað álag á hné og liðamót um allt að 30%.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt