Vörumynd

Stealth Juice Bar orkustöng Apple & Blackcurrant

Secret Training
Juice orkustöngin frá Stealth er hönnuð af Tim Lawson og félögum en stöngin var í þróun í tvö ár. Markmiðið var að búa til orkustöng sem að auðvelt er að borða á ferðinni, jafnvel í keppnum. Útkoman er orkustöng sem er nokkurs konar millistig milli orkugels og orkustangar en auðvelt er að borða stöngina en samt er hún seðjandi. Umbúðir stangarinnar hafa einnig verið hannaðar þannig að auðvelt s...
Juice orkustöngin frá Stealth er hönnuð af Tim Lawson og félögum en stöngin var í þróun í tvö ár. Markmiðið var að búa til orkustöng sem að auðvelt er að borða á ferðinni, jafnvel í keppnum. Útkoman er orkustöng sem er nokkurs konar millistig milli orkugels og orkustangar en auðvelt er að borða stöngina en samt er hún seðjandi. Umbúðir stangarinnar hafa einnig verið hannaðar þannig að auðvelt sé að taka bita af stönginni og geyma restina. Á löngum æfingum eða í löngum keppnum er mikilvægt að fá sér eitthvað að borða. Bæði er það andleg hvatning að fá eitthvað í magan en einnig virkjar þú kolvetnamóttakara í munni. Matur á föstu formi gefur almennt jafnari orku sem endist lengur heldur en orkan sem hægt er að fá úr orkugelum. Ásamt því að gefa orku þá hafa trefjar jákvæð áhrif á meltingu og meltingarkerfi sem að starfar rétt eykur framleiðsu ketóna sem eru mikilvægur hluti af orkukerfi líkamans. Nammibangsar og álíka vörur eru oft notaðar af úthaldsíþróttafólki en slíkar vörur innihalda ekki þessa jöfnu orku og trefjarnar sem finna má í Juice stöngunum. Orkustangir verða að vera góðar á bragðið en þær mega hins vegar ekki verða yfirþyrmandi. Stealth notast við alvöru ávaxtasafa sem að gefur gott en milt bragð. Þú verður eflaust hissa þegar þú skoðar innihaldslýsinguna og sérð að stöngin inniheldur hátt hlutfall af einföldum sykrum. Ekki örvænta, stöngin inniheldur isomaltulose (Palatinose) sem er sykra sem finna má í litlu magni í hunangi sem að (ólíkt einföldum sykri) gefur jafna orku líkt og flókin kolvetni. Í nýlegum rannsóknum kom það í ljós að inntaka isomaltulose varð til þess að hjólreiðamenn héldu stöðugri blóðsykri ásamt því að þeir náðu hærri fitubrennslu á hjólaæfingu. Þess vegna er það sykurinn, sem að hagar sér ekkert eins og sykur, sem að gefur Juice orkustönginni þessa sérstöðu. Við mælum með því að neyta Juice orkustangarinnar á æfingum eða í keppnum. Stangirnar geymast best á svölum og þurrum stað.

Verslaðu hér

  • Hreysti ehf 568 1717 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt