Vörumynd

Huldukonur í ísl. myndlist

Lengi hefur hlutur kvenna í íslenskri myndlist í
upphafi 20. aldar verið sveipaður hulu og ítið
sést af verkum þeirra. Í þessari bók eru hins
vegar leiddar ...

Lengi hefur hlutur kvenna í íslenskri myndlist í
upphafi 20. aldar verið sveipaður hulu og ítið
sést af verkum þeirra. Í þessari bók eru hins
vegar leiddar fram tíu íslenskar konur sem héldu
til myndlistarnáms erlendis á síðustu áratugum
19. aldar og upp úr aldamótum. Allar sneru þær
heim aftur en engin þeirra gerði myndlist að
ævistarfi og aðeins tvær héldu sýningar á verkum
sínum. Hér fjallar Hrafnhildur Schram
listfræðingur um líf þeirra og list og sýnir
fram á mikilvægt framlag þeirra til íslensks
menningarlífs. Þær ruddu brautina fyrir aðra sem
á eftir komu og eiga skilinn sinn sess í sögu
íslenskrar myndlistar. Konurnar sem koma við
sögu eru Þóra Pjetursdóttir Thoroddsen, Þóra
Jónsdóttir Magnússon, Kristín Vídalín Jacobson,
Þuríður Jakobsdóttir Kvaran, Kristín
Þorvaldsdóttir, Kristín Þorláksdóttir Bernhöft,
Sigríður Björnsdóttir, Sigríður María
Gunnarsson, Johanne Finnbogason, sem síðar
nefndi sig Hönnu Davíðsson og Svava
Þórhallsdóttir.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt