Vörumynd

Nykur II

Nykur

Nykur er rokksveit, mönnuð reynsluboltum úr
bransanum. Hljómsveitin spilar sígilt rokk,
frumsamin lög með grimmum gítarriffum, ofin
saman við ágengar laglín...

Nykur er rokksveit, mönnuð reynsluboltum úr
bransanum. Hljómsveitin spilar sígilt rokk,
frumsamin lög með grimmum gítarriffum, ofin
saman við ágengar laglínur sem innihalda
bitastæða texta á okkar ylhýra.

Nykur varð til
sumarið 2013 og gaf fljótt út sýna fyrstu plötu
það ár, samnefnda sveitinni. Frumraunin fékk
prýðis viðtökur og var líka gerður góður rómur
af tónleikum hennar í kjölfarið. Nú er útkomin
önnur plata sveitarinnar.

Gripurinn nefnist
Nykur II og er kraftmikil og grípandi eins og
við er að búast en fetar líka nýja krókastigu
rokktungumálsins miðað við fyrri verk
sveitarinnar. Margræðin með þunga undiröldu -
rökrétt framhald segja margir.

Hljómsveitina
skipa; Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas) söngur og
gítar, Guðmundur Jónsson (Sálin hans Jóns míns)
gítar og bakraddir, Kristján B. Heiðarsson (Dark
Harvest) trommur og bakraddir og Jón Svanur
Sveinsson (Númer Núll) á bassa og bakraddir.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt