Vörumynd

Vínlandsdagbók

Sumarið 1962 héldu þrír Íslendingar með dr.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörð í broddi
fylkingar í rannsóknarleiðangur til
Nýfundnalands þar sem Norðmaðurinn H...

Sumarið 1962 héldu þrír Íslendingar með dr.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörð í broddi
fylkingar í rannsóknarleiðangur til
Nýfundnalands þar sem Norðmaðurinn Helge Ingstad
stóð fyrir fornleifauppgrefti við þorpið LÉAnse
aux Meadows. Ingstad áleit að minjar á svæðinu
bentu til að þar hefðu norrænir menn dvalið til
forna Í þar væri komið ³Vínland hið góðaÊ Í og
fékk því Íslendingana til samstarfs en um þetta
voru þó skiptar skoðanir og vísbendingar
óljósar.

Kristján skrifaði dagbók allan tímann
þar sem hann lýsir fyrst löngu og ströngu
ferðalagi á staðinn og síðan dvölinni þar,
vinnunni við uppgröftinn og margvíslegum
hugleiðingum sínum um gildi hans og minjarnar
sem finnast.

Dagbókin hefur aldrei birst enda
þótti Kristjáni efnið viðkvæmt og hæfilegt að
bíða í 50 ár Í til ársins 2012. Bókin er prýdd
fjölda ljósmynda úr ferðinni. Þórarinn Eldjárn
skrifar inngangsorð og Adolf Friðriksson
fornleifafræðingur skýrir fræðilegt samhengi og
rekur að nokkru sögu Vínlandsleitar í
eftirmála.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  5.690 kr.
  4.922 kr.
  Skoða
 • Penninn
  5.705 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt