Vörumynd

Teitur í heimi gulu dýranna

Dag einn þegar Teitur er að borða morgunverðinn
sinn hoppar brauðið upp úr brauðristinni eins og
alla aðra morgna, en allt í einu rekur hann í
rogastans. Þa...

Dag einn þegar Teitur er að borða morgunverðinn
sinn hoppar brauðið upp úr brauðristinni eins og
alla aðra morgna, en allt í einu rekur hann í
rogastans. Það eru bókstafir á brauðinu -
dularfull skilaboð: Hjálpa Stellu! Hann skilur
strax að hún er í miklum háska, dökkhærða
stelpan sem hann hitti í fyrra þegar hann fór í
ferðalag í tímavél Tímóteusar uppfinningamanns.
Teitur svarar neyðarkalli vinkonu sinnar og með
því að nýta sér vísindaþekkingu Tímóteusar og
Purku systur hans, sem er ófyrirleitin og
illkvittin kerling, þá kemst Teitur inn í fjórðu
víddina, heim gulu dýranna.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt