Vörumynd

Reykjavíkurnætur - kilja

Erlendur er nýlega genginn til liðs við
lögregluna og starfið á strætum Reykjavíkur er
erilsamt: umferðarslys, þjófnaðir,
heimilisofbeldi, drykkja, smygl ´ ...

Erlendur er nýlega genginn til liðs við
lögregluna og starfið á strætum Reykjavíkur er
erilsamt: umferðarslys, þjófnaðir,
heimilisofbeldi, drykkja, smygl ´ Óútskýrt
mannslát lætur hann ekki í friði. Útigangsmaður
sem hann hefur hitt á næturvöktum finnst
drukknaður í gamalli mógröf á óbyggðu svæði og
öllum virðist standa á sama. En örlög hans
ásækja Erlend og leiða hann æ dýpra inn í
framandi heima borgarinnar.
Reykjavíkurnætur
fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar,
sem allir þekkja úr fyrri bókum höfundar, og er
sextánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur
hans hafa mörg undangengin ár notið gríðarlegra
vinsælda og hlotið frábæra dóma, jafnt hér heima
sem erlendis. Þær hafa verið gefnar út á um
fjörutíu tungumálum og selst í milljónum.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.290 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  3.111 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt