Vörumynd

Allt eða ekkert

Höfundur: Nicola Yoon

Madeline hefur ekki farið út fyrir hússins dyr í sautján ár af því að hún er með ofnæmi fyrir heiminum. Hún hittir engan nema móður sína og hjúkrunarfræ...

Höfundur: Nicola Yoon

Madeline hefur ekki farið út fyrir hússins dyr í sautján ár af því að hún er með ofnæmi fyrir heiminum. Hún hittir engan nema móður sína og hjúkrunarfræðing.

Dag einn flytur strákur í næsta hús og þegar þau fara að skiptast á póstum verða þau bálskotin hvort í öðru. Og nú er hið einangraða líf ekki lengur nóg fyrir Madeline – en þá þarf hún líka að taka gríðarlega áhættu.

Allt eða ekkert hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og í Hollywood er í vinnslu stórmynd eftir sögunni. Hún fór beint á toppinn á metsölulista New York Times og tugþúsundir lesenda hafa lofað hana á Goodreads.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt