Bókin fjallar um þann hörmulega atburð er eldur
varð laus á jólatrésskemmtun barna í Keflavík
þann 30. desember 1935 með þeim afleiðingum að
10 manns létu l...
Bókin fjallar um þann hörmulega atburð er eldur
varð laus á jólatrésskemmtun barna í Keflavík
þann 30. desember 1935 með þeim afleiðingum að
10 manns létu lífið, Margir hlutu slæm brunasár
og báru þess aldrei bætur. Bruninn er talinn sá
mannskæðasti í sögu Íslands.
Í bókinni eru birt
viðtöl við þá sem sóttu þessa örlagaríku
skemmtun. Jafnframt eru teknar saman helstu
heimildir sem til eru um atburðinn og brugðið
upp mynd af bæjarlífinu í Keflavík og nágrenni á
þessum tíma.