Vörumynd

Guðný Einars-Jón Nordal Orgelv

Nordal

Pictures at an exhibition - Myndir á sýningu
eftir Modest Mussorgsky.
Á þessari hljóðritun er
hið fræga verk, Myndir á sýningu eftir Modest
Mussorg...

Pictures at an exhibition - Myndir á sýningu
eftir Modest Mussorgsky.
Á þessari hljóðritun er
hið fræga verk, Myndir á sýningu eftir Modest
Mussorgsky, flutt í umritun fyrir orgel eftir
Keith John. Verkið, sem upprunalega var samið
fyrir píanó, hefur verið flutt í ýmsum útgáfum,
m.a. hefur verkið verið umritað fyrir
sinfóníuhljómsveit og varð einnig frægt í útgáfu
popphljómsveitarinnar Emerson, Lake and Palmer.
Kveikjan að verkinu var myndlistarsýning sem
haldin var í minningu arkítektsins og
myndlistarmannsins Victor Hartmann en hann var
góður vinur Mussorgsky. Árið1873 dó Hartmann úr
hjartaáfalli, aðeins 39 ára gamall og hálfu ári
seinna var sýning með myndum hans þar sem
Mussorgsky var meðal gesta. Tónlistin er mjög
grípandi og tekst Mussorgsky að draga upp
ljóslifandi myndir fyrir hlustandanum.
Það má
segja að hinir ólíku litir orgelsins gefi
verkinu enn aðra vídd og mála þeir myndir
Mussorgskys á áhugaverðan og litríkan hátt.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt