Vörumynd

Eftirréttir Sollu

Fátt er ánægjulegra en að prófa nýja og gómsæta
rétti þar sem áherslan er á hollustu. Hér opnar
Solla nýjar víddir í gerð eftirrétta og
sælgætis, bæði fyrir...

Fátt er ánægjulegra en að prófa nýja og gómsæta
rétti þar sem áherslan er á hollustu. Hér opnar
Solla nýjar víddir í gerð eftirrétta og
sælgætis, bæði fyrir þá sem aðhyllast hráfæði og
alla aðra sem hafa áhuga á heilbrigði og næringu
og vilja gera vel við sig.

Hér er að finna
uppskriftir að margvíslegu góðgæti með áherslu á
gott og hollt hráefni sem farið er ítarlega yfir
í inngangi. Allir ættu að geta útbúið brownies,
litlar og stórar bökur, konfektkúlur, smákökur,
múffur, bollakökur, ís og súkkulaði að hætti
Sollu.

Hráfæði nýtur sífellt meiri vinsælda og
þar er Sólveig Eiríksdóttir í fararbroddi,
hérlendis sem erlendis. Í samkeppni bestu
hráfæðiskokka heims 2012 vann hún til tvennra
verðlauna og var útnefnd bæði Raw Vegan Simple
Chef og Gourmet Raw Chef. Hún rekur ásamt
eiginmanni sínum veitingastaðinn Gló, þar sem
boðið er upp á gómªsætt hráfæði.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.190 kr.
  1.894 kr.
  Skoða
 • Penninn
  5.186 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt