Vörumynd

Þroskahömlun barna

Þroskahömlun er fötlun sem hefur verið þekkt um
aldir og er algengust
allra fatlana. Þekking á
orsökum og eðli þroskahömlunar er stöðugt

...

Þroskahömlun er fötlun sem hefur verið þekkt um
aldir og er algengust
allra fatlana. Þekking á
orsökum og eðli þroskahömlunar er stöðugt

aukast og jafnframt þekking á þeim leiðum til
íhlutunar sem dregið geta
úr áhrifum
fötlunarinnar á líf barna og fullorðinna með
þroskahömlun.
Fyrirbyggjandi aðgerðir út frá
hugmyndafræði snemm-tækrar íhlutunar hafa
einnig
þróast ört frá miðbiki síðustu aldar og hafa það
meðal annars að
markmiði að draga úr líkum á því
að barna verði þroskaheft. Viðhorf
samfélagsins
til þroskahömlunar og annarrra fatlana hefur
breyst ört á
undanförnum áratugum. Það er liðin
tíð að litið sé á fötlun sem
vandamál
einstaklingsins sjálfs heldur er nú
litið svo á að fötlun sé afleiðing
flókins
samspils á milli hins fatlaða þess félags- og
menningarlega
umhverfis sem hann lifir í. Fötlun
er því viðhangsefni samfélagsins alls
þar sem
markmiðið hlýtur að vera að búa þeim fötluðu sem
best
lífsskilyrði.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt