Vörumynd

Lífsins blómasystur

Út er komin bókin Lífsins blómasystur sem
fjallar um hannyrðakonur af Svaðastaðaætt í
Skagafirði. Höfundur er Inga Arnar
þjóðfræðingur og fata- og textílken...

Út er komin bókin Lífsins blómasystur sem
fjallar um hannyrðakonur af Svaðastaðaætt í
Skagafirði. Höfundur er Inga Arnar
þjóðfræðingur og fata- og textílkennari. Bókin
byggir á rannsóknum hennar á sögu og handverki
kvenna af Svaðastaðaætt. Á Svaðastöðum bjó sama
ættin nær óslitið í tvær aldir. Ábúendur þar
hafa löngum verið þekktir fyrir góðhestakyn en
konur af Svaðastaðaætt voru ekki síður
annálaðar, fyrir hannyrðir. Þær miðluðu þekkingu
sinni áfram til næstu kynslóða og hafa bæði
handverk og merkilegir munir varðveist frá þeim,
allt frá ættmóðurinni Rannveigu Jóhannesdóttur
sem var fædd árið 1797. Inga Arnar hefur
rannsakað þennan skagfirska menningararf og í
bókinni fjallar hún ítarlega um konurnar, sögu
þeirra og handverk. Byggðasafn Skagfirðinga gaf
bókina út með styrk frá Menningarráði
Norðurlands vestra.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt