Vörumynd

SÓLLILJA barnapeysa

MeMe Knitting

SÓLLILJA er barnapeysa með fallegu gata- og bólumynstri neðst á bolnum. Peysan er prjónuð neðan frá í hring með laskermum. Stroff með snúnum sléttum lykkjum gefur peysunni skemmtilegan svip.

Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf

Garn

Mælt er með Drops Cotton Merino, en hægt er að nota allt garn sem passar við prjónfestuna m…

SÓLLILJA er barnapeysa með fallegu gata- og bólumynstri neðst á bolnum. Peysan er prjónuð neðan frá í hring með laskermum. Stroff með snúnum sléttum lykkjum gefur peysunni skemmtilegan svip.

Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf

Garn

Mælt er með Drops Cotton Merino, en hægt er að nota allt garn sem passar við prjónfestuna m.a. Scout sem fæst í vefverslun MeMe Knitting.

Það sem þarf
  • 4,0 mm hringprjóna (40 og 60 cm)
  • 4,0 mm sokkaprjóna
  • Kaðalprjón
  • Prjónamerki
  • Nál fyrir frágang
Prjónfesta

10 cm = 21 lykkjur sléttprjón á 4,0 mm prjóna

Almennar upplýsingar

Stærðir Garn
9-12 mánaða 150 gr
1-2 ára 200 gr
2-4 ára 250 gr
4-6 ára 250 gr
6-8 ára 300 gr
8-10 ára 350 gr
10-12 ára 400 gr

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.