Vörumynd

Við Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir hafa
alla tíð lagt kapp á að halda einkalífi sínu út
af fyrir sig Í en nú finnst þeim kominn tími til
að opinber...

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir hafa
alla tíð lagt kapp á að halda einkalífi sínu út
af fyrir sig Í en nú finnst þeim kominn tími til
að opinbera þessa óvenjulegu og áhrifamiklu
ástarsögu.
Þær voru báðar giftar þegar þær
hittust fyrst árið 1983 og hvorug hafði átt í
ástarsambandi við konu. Því var afar ólíklegt að
þær yrðu nokkurn tíma par. Örlagarík fundaferð
vorið 1985 markaði upphafið á stormasömu
sambandi sem lengi fór leynt, enda ríktu
töluverðir fordómar gagnvart samkynhneigðum í
þjóðfélaginu á þessum árum.
En ástin sigraði að
lokum. Eftir langa og oft stranga vegferð hófu
Jóhanna og Jónína sambúð árið 2000 og tíu árum
síðar breyttu þær staðfestri sambúð í hjónaband.
Þá var Jóhanna orðin forsætisráðherra og þær
Jónína þar með fyrstu samkynhneigðu
forsætisráðherrahjón heims Í sem vakti athygli
um víða veröld.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  6.190 kr.
  5.355 kr.
  Skoða
 • Penninn
  6.223 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt