Vörumynd

Gómorra - mafían í Napolí

Glæpasamtökin Camorra hafa alþjóðleg tengsl og
láta mikið að sér kveða í byggingarstarfsemi,
tískuiðnaði, eiturlyfjasölu og förgun eiturefna.
Yfirráð þeirra...

Glæpasamtökin Camorra hafa alþjóðleg tengsl og
láta mikið að sér kveða í byggingarstarfsemi,
tískuiðnaði, eiturlyfjasölu og förgun eiturefna.
Yfirráð þeirra í Campaniahéraði hafa haft það í
för með sér að hvergi í Evrópu eru framin fleiri
morð og að krabbameinstilfellum hefur
snarfjölgað þar á undanförnum árum, vegna
mengaðs úrgangs.Til þess að kynnast
glæpastarfseminni innan frá vann Saviano sem
aðstoðarmaður hjá kínverskum fataframleiðanda,
starfaði sem byggingarverkamaður og sem þjónn í
brúðkaupi innan raða glæpasamtakanna. Hann
rifjar það upp þegar hann sá fyrsta
morðfórnarlambið fjórtán ára gamall í Napolí og
þegar föður hans, sem er læknir, var misþyrmt
gróflega af því að hann hafði reynt að bjarga
lífi átján ára fórnarlambs sem lá í blóði sínu á
götunni eftir skotárás.Gómorra er djörf og
áhrifamikil frásögn, skrifuð af ástríðu ungs
manns sem setti sér það hetjulega markmið að
afhjúpa spillingarnet sem hann sá hvarvetna að
verki í kringum sig.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt