Vörumynd

Svo þú villist ekki í hverfinu

Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við
fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í
líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar
minningar, frá ...

Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við
fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í
líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar
minningar, frá fyrstu skrefunum á
rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiðrar
reynslu í bernsku. Sögur lifna inni í öðrum
sögum og smám saman færist lesandinn nær
heildarmynd af því barni sem hann eitt sinn var,
kjarna manneskjunnar.

Frakkinn Patrick Modiano
(f. 1945) hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
árið 2014. Hann hefur sent frá sér fjölmargar
skáldsögur þar sem tíminn og gleymskan móta líf
persónanna. Modiano hefur verið kallaður ³Marcel
Proust vorra dagaÊ enda er sköpunarkraftur
minnisins miðlægur í höfundarverki hans.
Stíllinn er ávallt einstaklega tær og einfaldur.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt