Vörumynd

Íslenskt prjón - 25 tilbrigði

Íslenskt prjón sækir innblástur í prjónafatnað
og annan klæðnað og muni sem varðveittir eru á
Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Flíkur og
munstur frá sein...

Íslenskt prjón sækir innblástur í prjónafatnað
og annan klæðnað og muni sem varðveittir eru á
Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Flíkur og
munstur frá seinni hluta 19. aldar og fram á
fyrri hluta 20. aldar eru hér færð í
nútímabúning með því íslenska ullargarni sem
framleitt er í dag.

Meðal uppskrifta í bókinni
eru sokkar, vettlingar, húfur, treflar, peysur
og sjöl. Hér eru vestfirskir
laufaviðarvettlingar, skagfirskir
rósavettlingar, dásamleg útprjónuð sjöl og
skotthúfur, togarasokkar, rósaleppar og margt
fleira sem setur íslenska prjónahefð í nýjan og
skemmtilegan búning.

Höfundurinn, HélŠne
Magnússon, hefur áður gefið út bókina
Rósaleppaprjón í nýju ljósi. Hún er
textílhönnuður og lögfræðingur að mennt en hefur
síðustu ár rekið hönnunarfyrirtækið
Prjónakerlingu og starfað sem leiðsögumaður með
áherslu á prjóna- og gönguferðir um hálendi
Íslands.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt