Vörumynd

Þrautgóðir á raunastund

"Á árunum 1975–2000 fórust 384 Íslendingar í sjóslysum. Mun fleiri var þó
bjargað úr sjávarháska, stundum eftir langa og skelfilega atburðarás þar sem líf
sjómanna o...

"Á árunum 1975–2000 fórust 384 Íslendingar í sjóslysum. Mun fleiri var þó
bjargað úr sjávarháska, stundum eftir langa og skelfilega atburðarás þar sem líf
sjómanna og björgunarmanna hékk á bláþræði. Hér er fjallað um níutíu af þeim
sjóslysum sem áttu sér stað á þessu tímabili og má þar nefna þegar Suðurlandið
fórst langt úti í hafi 1986, Helliseyjarslysið 1984, strand Pelagusar 1982,
hetjudáðina í Vöðlavík 1993 og frækilega björgun þyrluáhafnar TF LÍF sem
bjargaði 39 mönnum úr sjávarháska á nokkrum dögum 1997.
Mörgum atburðanna lýsa menn sem hlut áttu að máli, ýmist sem björgunarmenn
eða þeir sem bjargað var. Hér er á ferðinni áhrifamikil og oft átakanleg
samtíðarsaga, einn af sviplegustu þáttum Íslandssögunnar.
Steinar J. Lúðvíksson er höfundur ritraðarinnar Þrautgóðir á raunastund sem
kom út í nítján bindum á árunum 1969–1988 og naut fádæma vinsælda. Hér
tekur hann upp þráðinn þar sem frá var horfið og fjallar um síðasta fjórðung
tuttugusta aldarinnar. Bók sem beðið hefur verið eftir!"

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.890 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.899 kr.
  Skoða
 • Bjartur og Veröld
  Til á lager
  3.990 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt