Vörumynd

Dýrin í Saigon - kilja

Í Dýrunum í Saigon er Sigurður Guðmundsson
myndlistarmaður fimmfaldur, því auk mannsins búa
í honum hestur sem er skáld, samkynhneigður
svanur, máfur sem tj...

Í Dýrunum í Saigon er Sigurður Guðmundsson
myndlistarmaður fimmfaldur, því auk mannsins búa
í honum hestur sem er skáld, samkynhneigður
svanur, máfur sem tjáir sig eingöngu á ensku og
fjórtán ára stelpa sem er heimspekingur. Þessi
kvintett nýtur lífsins af áfergju, yrkir og
myndar úr sér hin mikilfenglegustu
listaverk.
Dýrin í Saigon er þriðja skáldsaga
Sigurðar Guðmundssonar, skrifuð á tíu mánaða
dvöl höfundar í Víetnam árið 2008. Þar gerir
hann tilraun til að komast af án tungumáls,
segja skilið við eigin menningu en lifa einsog
viturt dýr. Þetta er í senn skáldlegt og
heimspekilegt verk og óvenjuleg ástarsaga.
Fyrri
sögur Sigurðar eru Tabúlarasa (1993) og
Ósýnilega konan (2000) sem tilnefnd var til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Einsog þær er
þetta einskonar flétta hefðbundins æviþáttar og
skáldskapar.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.790 kr.
  2.414 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.583 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt