Vörumynd

Uggur

Margreyndur rithöfundur fær óvænta höfnun sem
leiðir til þess að hann missir fótanna.
Lesandinn slæst í för með Úlfari Þormóðssyni þar
sem hann berst við þe...

Margreyndur rithöfundur fær óvænta höfnun sem
leiðir til þess að hann missir fótanna.
Lesandinn slæst í för með Úlfari Þormóðssyni þar
sem hann berst við þetta mótlæti, rifjar upp
bæði ljúfar og sárar minningar, auk þess sem
honum er fylgt eftir í hringiðu
samtímans.

Uggur er einlæg og ágeng bók þar sem
Úlfar fléttar saman nútíð og fortíð af mikilli
fimi og kaldri kímni.

Síðustu bækur Úlfars
Þormóðssonar, Farandskuggar og Boxarinn,
fjölluðu um móður hans og föður. Þær vöktu mikla
athygli og fengu einróma lof gagnrýnenda. Nú
beinir hann kastljósinu að sjálfum sér.

Úlfar
hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði
Ríkisútvarpsins árið 2012 fyrir ritstörf sín.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt