Vörumynd

Upp með fánann!

Alþingiskosningarnar 1908 voru sögulegar og
örlagaríkar. Kosningabaráttan var óvægin og
einkenndist af svikabrigslum. Stóra
kosningamálið var sambandslagafr...

Alþingiskosningarnar 1908 voru sögulegar og
örlagaríkar. Kosningabaráttan var óvægin og
einkenndist af svikabrigslum. Stóra
kosningamálið var sambandslagafrumvarp,
uppkastið, en ýmsir óttuðust að með því yrði
Ísland innlimað í Danmörku fyrir fullt og allt
og útlendingum greidd leið til yfirráða yfir
auðlindum þjóðarinnar.
Kosningaþátttaka sló öll
met og aldrei áður höfðu svo fjölmennir
stjórnmálafundir verið haldnir hérlendis.
Höfuðskáld þjóðarinnar og Vestur-Íslendingar
blönduðu sér í baráttuna en í aðalhlutverkum
voru nokkrir af litríkustu stjórnmálamönnum
fyrri ára.
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur
hefur pælt í gegnum mikið magn heimilda um
efnið, landsmálablöð, tímarit, sendibréf og gögn
í danska ríkisskjalasafninu sem ekki hafa áður
verið nýtt af íslenskum sagnfræðªingum, meðal
annars dagbækur forsætisráðherra Danmerkur og
óprentªaðar fundargerðir millilandanefndarinnar
sem samdi uppkastið.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt