Vörumynd

Hrafnkels-saga Freysgoða +kort

Hrafnkels saga gerist á Austurlandi og greinir
frá átökum höfðingja og bænda á 10. öld.
Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði,
valdamikill goðorðsmaður á ...

Hrafnkels saga gerist á Austurlandi og greinir
frá átökum höfðingja og bænda á 10. öld.
Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði,
valdamikill goðorðsmaður á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal. Atburðarás sögunnar fer af stað
þegar Hrafnkell drepur smalamann sinn fyrir að
ríða á Freyfaxa, forláta hesti sem hann á til
hálfs við guðinn Frey. Söguslóðir Hrafnkels sögu
teygja sig vítt og breitt um Fljótsdalshérað en
meginsögusviðið er Hrafnkelsdalur,
Fljótsdalsheiði og Fljótsdalur. Í Hrafnkelsdal
og á Fljótsdalsheiði eru upplýsingaskilti á
sögustöðum. Skammt frá bæjarhúsum á Aðalbóli er
m.a. að finna haug Hrafnkels. Einnig er hægt að
ganga svonefnda aðfararleið, stikaða 10 km
gönguleið frá Hálsenda skammt frá Brú og um Háls
og Skænudal, allt að Aðalbóli. Á Aðalbóli er
rekin ferðaþjónusta og þar er hægt að afla sér
frekari upplýsinga um söguslóðir Hrafnkels sögu.
Ferðakort hafa gefið út sérstaka
ferðamannaútgáfa af sögunni með kortum og
ítarefni sem leiðir gesti um söguslóðirnar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt