Vörumynd

Nöfn Íslendinga - ný

Nöfn Íslendinga er jöfnum höndum fræðirit og
uppflettirit um þau nöfn sem vitað er að
Íslendingar hafi borið í aldanna rás og allt til
nútímans. Verkið kom ...

Nöfn Íslendinga er jöfnum höndum fræðirit og
uppflettirit um þau nöfn sem vitað er að
Íslendingar hafi borið í aldanna rás og allt til
nútímans. Verkið kom áður út árið 1991 en hefur
nú verið rækilega endurskoðað auk þess sem um
tvö þúsund nöfn hafa bæst við frá fyrri útgáfu.
Alls er hér fjallað um sex þúsund nöfn
Íslendinga.

Getið er um uppruna nafnanna og
merkingu, aldur þeirra og tíðni, m.a. hversu
algeng þau eru sem fyrra og seinna nafn, svo og
sitthvað annað til fróðleiks og skemmtunar.
Einnig er sýnd beyging allra nafnanna og
mismunandi ritháttur.

Bókin er byggð á traustum
fræðilegum grunni og höfundurinn, Guðrún Kvaran,
er einn helsti sérfræðingur landsins á sviði
mannanafna. Guðrún er doktor í
samanburðarmálfræði og hefur um árabil starfað
sem fræðimaður, verið forstöðumaður Orðabókar
Háskólans og stofustjóri orðfræðisviðs Stofnunar
Árna Magnússonar

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  6.290 kr.
  5.441 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  6.223 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt