Vörumynd

Alheimur úr engu

Bandaríski eðlisfræðingurinn Lawrence M. Krauss
tekst á við þessar djúpstæðu spurningar í
ögrandi bók um tilurð alheimsins. Þar lýsir hann
því hvernig heims...

Bandaríski eðlisfræðingurinn Lawrence M. Krauss
tekst á við þessar djúpstæðu spurningar í
ögrandi bók um tilurð alheimsins. Þar lýsir hann
því hvernig heimsfræðin - vísindin sem fást við
upphaf og þróun alheimsins - hafa náð svo langt
að geta hugsanlegasvarað þessum miklu ráðgátum.
Krauss er í hópi þeirra sem standa fremst í
rannsóknum á hulduorku og hefur því djúpa innsýn
í þau ferli sem gætu leitt til myndunar alheims
úr engu. Þessi byltingarkennda hugmynd er nú í
fyrsta sinn sett fram í heilstæðu verki á
íslensku. Þannig lýsir Krauss þeirri djúptæku
uppgötvun sem umbylt hefur skilningi okkar á
alheimnum. ,, Sú uppgötvun hefur leitt af sér þá
óvæntu niðurstöðu að megnið af orkunni í
alheimnum er að finna í dularfullu formi sem
fyllir allt tímarúmið. Það er ekki ofmælt þegar
sagt er að þessi uppgötvun hafi breytt
heimsfræði nútímans. Hún styður þannig á
merkilegan hátt við þá hugmynd að alheimurinn
hafi orðið til úr nákvæmlega engu.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt