Vörumynd

Dr. Gunni og Vinir-Alheimurinn

Alheimurinn! er ný (barna)plata með Dr. Gunna og
vinum hans. Þetta er fjórtán laga plata, sem
inniheldur bara skemmtileg lög fyrir börn og
aðra sniðuga eins...

Alheimurinn! er ný (barna)plata með Dr. Gunna og
vinum hans. Þetta er fjórtán laga plata, sem
inniheldur bara skemmtileg lög fyrir börn og
aðra sniðuga einstaklinga. Fyrsta lagið sem
heyrðist af plötunni var Glaðasti hundur í
heimi, sem Friðrik Dór syngur. Það var
gríðarlega vinsælt í sumar. Fjölmargir aðrir
gestir syngja á plötunni. Sóli Hólm, Bjartmar,
Jakob Frímann og Mugison koma fram í Brjáluðu
stuðlagi. Jóhann Helgason syngur Ræ ræ ræ. Helgi
Björnsson syngur Ég elska flugur. Lóa í FM
Belfast syngur Frekjudósina og Haukur og
Steinunn syngja Besti vinur minn er geimvera.
Dr. Gunni og Heiða syngja rest, m.a. lögin
Gubbuhesturinn, Krummi á staur, Gluggaveður og
Sófinn gleypti mömmu og pabba. Það eru sextán ár
síðan fyrsta (barna)plata Dr. Gunna og vina
hans, Abbababb! kom út árið 1997. Á henni ruddi
hið vafasama Prumpulag brautina. Líkt og
Abbababb! er Alheimurinn! safn léttleikandi
lífsglaðra popplaga með textum sem sækja í
hugarheim og umhverfi barna.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.422 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt