Vörumynd

Kór Dalvíkurkirkju-Íslenskur H

Íslenskur Hátíðarsöngur sr. Bjarna
Þorsteinssonar, sem sunginn hefur verið á
stórhátíðum í kirkjum landsins síðustu 115 ár,
hefur nú verið hljóðritaður og g...

Íslenskur Hátíðarsöngur sr. Bjarna
Þorsteinssonar, sem sunginn hefur verið á
stórhátíðum í kirkjum landsins síðustu 115 ár,
hefur nú verið hljóðritaður og gefinn út á
hljómdiski í fyrsta sinn. Það er Kór
Dalvíkurkirkju undir stjórn Hlínar Torfadóttur
sem syngur ,,svörinÊ. Við orgelið er Eyþór Ingi
Jónsson, organisti Akureyrarkirkju. Forsöngvarar
eru Helena G Bjarnadóttir sópran og Pétur Húni
Björnsson tenór en þau mynda einnig kvartett í
einum kafla verksins, ásamt Kristjönu
Arngrímsdóttur alt og Kristjáni Hjartarsyni
bassa. Diskurinn er í vandaðri bók þar sem
fjallað er um verkið og höfund þess ásamt því að
sunginn texti er birtur á íslensku ensku og
þýsku. Umfjöllun um verkið og höfund er einnig á
ensku og þýsku. Hér er á ferðinni vönduð útgáfa
á efni sem löngu var tímabært að gefa út.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt