Vörumynd

Særingamaðurinn

Tvíburarnir Sophie og Josh eru komin heim til
San Francisco, ráðvilltari en nokkru sinni fyrr.
Kraftar þeirra hafa verið leystir úr læðingi en
samt kunna þa...

Tvíburarnir Sophie og Josh eru komin heim til
San Francisco, ráðvilltari en nokkru sinni fyrr.
Kraftar þeirra hafa verið leystir úr læðingi en
samt kunna þau ekki nógu magnaða galdra til að
geta varið sig, Scatty er týnd á forsögulegum
tíma og lífsneisti Flamelhjónanna fjarar hratt
út.

Á eyjunni Alcatraz bíður skrímslahópur þess
að vera sleppt lausum á borgina og þó að
myrkrafornarnir hafi lýst eftir John Dee um öll
skuggaríki gengur hann enn frjáls og hefur
stórfengleg áform um hefnd. Þá vekja nýjustu
bandamennirnir blendnar tilfinningar hjá
tvíburunum Í tannhvöss vampíra og japanskur
bardagamaður sem fylgir henni eins og
skugginn.

Hér heldur Michael Scott áfram
mögnuðum bókaflokki sínum um gullgerðarmanninn
Nicolas Flamel í veröld þar sem ódauðlegir menn,
fornar og myrkrafornar bítast um völd og yfirráð
Í sumir í þágu mannkynsins og aðrir ekki.
Kvikmyndir eftir bókaflokknum eru í deiglunni.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt