Vörumynd

Víkingar og skáld

Búsáhaldabylting og bankahrun eru harðir
skjálftar Íslandssögu. Tímatal okkar er
varanlega breytt: fyrir og eftir
búsáhaldabyltingu, fyrir og eftir hrun. Al...

Búsáhaldabylting og bankahrun eru harðir
skjálftar Íslandssögu. Tímatal okkar er
varanlega breytt: fyrir og eftir
búsáhaldabyltingu, fyrir og eftir hrun. Allt
fyrir skjálfta er Gamla Ísland. Allt eftir
skjálfta Nýja Ísland - ný framtíð lands og
þjóðar víkinga og skálda. Yfir fjörtíu greinar
og ritgerðir um þjóðfélagsmál eru í bókinni, þar
af ein grein á ensku: To my Good friend the Lion
og ein lengri ritgerð: Ástarsaga Ísafoldar:
Rómantísk gamanmynd? Flestar eru ritaðar eftir
hrun, frá október 2008 til apríl 2009 og
þriðjungur hefur birst áður. Höfundur bókarinnar
er Jónas Gunnar Einarsson rithöfundur. Árið 2006
sendi hann frá sér greinasafnið Skárri Veröld en
hann hefur einnig skrifað smásögur, ljóð og
sagnaþætti. Víkingar og skáld er auðlesin bók en
betri við endurlestur. Eins konar smásaga sem
hefst þegar þjóðin vaknar á ný til sjálfrar sín
- vaknar til sögu sinnar og samhengis, vaknar
til sinnar góðu skynsemi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt