Vörumynd

Lundinn íslensk

Út kemur nú hjá Máli og menningu glæsileg 125
blaðsíðna bók um lundann eftir Jóhann Óla
Hilmarsson. Bókina prýðir fjöldinn allur af
myndum, flestar eftir hö...

Út kemur nú hjá Máli og menningu glæsileg 125
blaðsíðna bók um lundann eftir Jóhann Óla
Hilmarsson. Bókina prýðir fjöldinn allur af
myndum, flestar eftir höfundinn sjálfan. Lundinn
kemur út á þremur tungumálum; íslensku, ensku og
þýsku en þetta er afar eiguleg bók sem hefur að
geyma mikinn fróðleik um þennan skemmtilega
fugl. Í Lundanum er fjallað um lífshætti lundans
og greint frá samskiptum mannsins við þessa
sérstöku fuglategund. Einnig er í bókinni að
finna mikinn fróðleik um lundaskoðunarstaði á
Íslandi. Höfundurinn er kunnur fyrir fágæta
þekkingu á lífsháttum fugla við Ísland en auk
reynslu hans er í bókinni byggt á rannsóknum
fuglafræðinga og upplýsingum frá áhugafólki um
lundann. Bókin er kærkomin viðbót í glæsilega
flóru ljósmynda og fræðslubóka um íslenska
náttúru og dýralíf og vonandi verður hún lóð á
vogarskálarnar til verndar þessum fallega fugli
og búsvæðum hans.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.190 kr.
  Skoða
 • Penninn
  1.199 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt