Vörumynd

Minning um óhreinan engil-Kilj

1904 yfirgefur Hanna Lundmark með leynd sænskt
gufuskip sem liggur við bryggju í stórum bæ í
Portúgölsku Austur-Afríku. Fyrir duttlunga
örlaganna verður hún...

1904 yfirgefur Hanna Lundmark með leynd sænskt
gufuskip sem liggur við bryggju í stórum bæ í
Portúgölsku Austur-Afríku. Fyrir duttlunga
örlaganna verður hún eigandi stærsta
vændishússins þar. Hún fær samúð með svörtu
vændiskonunum og tekur nærri sér að sjá hvernig
nýlenduherrarnir koma fram við íbúa landsins en
konurnar snúast öndverðar gegn tilraunum hennar
til að vingast við þær. Kynni Hönnu af Pedro
Momenta, sem gerir út á stöðugan ótta hvíta
fólksins, og skelfilegur harmleikur neyða hana
til að gera upp við sig hver hún er og hvaða
lífi hún vill lifa.

Henning Mankell er
óhemjuvinsæll um allan heim fyrir sögur sínar um
lögreglumanninn Wallander. Mankell hefur dvalið
langdvölum í Afríkuríkjum og nýtir hér þekkingu
sína í áhrifamikilli sögulegri skáldsögu um
samskipti hvítra og svartra.

Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir þýddi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt