Vörumynd

Hvernig ég kynntist fiskunum

Hér segir af ævintýralegum veiðiferðum Poppers
sölufulltrúa og Proseks ferjumanns, af
vatnakörfum sem fóðraðir eru á maltkorni og
dádýrshjörtum sem ruggað e...

Hér segir af ævintýralegum veiðiferðum Poppers
sölufulltrúa og Proseks ferjumanns, af
vatnakörfum sem fóðraðir eru á maltkorni og
dádýrshjörtum sem ruggað er í barnavögnum. En
þegar stríðið brýst út, eru faðir og bræður hins
unga sögumanns sendir í fangabúðir Þjóðverja. Og
þá stendur upp á hann einan að færa björg í bú.
Ég klifraði upp í pílviðartréð og tók fram
stöngina. Ég mótaði brauðdeig utan um öngulinn
og bjó til freistandi bollu. Það var hljótt við
tjörnina og ekki auðvelt að koma auga á mig.
Strompar bruggverksmiðjunnar spúðu reyk meðan
bjórinn freyddi í kerunum. Lækurinn ilmaði
dásamlega og pílviðurinn hvískraði í andvaranum.
Þjóðverjarnir höfðu lokað kastalagluggunum af
því tekið var að kólna. Uppljóstrararnir
skreiddust heim til sín undir kvöldið.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.990 kr.
  Skoða
 • Heimkaup
  Til á lager
  3.490 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.007 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt