Vörumynd

Mannlíf og saga fyrir V NÝ 2

Hemmi Gunn er aðal söguhetjan í þessu hefti af
Mannlífi og sögu. Hann dvaldi mikið hér fyrir
vestan eins og mörgum er kunnugt. Enda átti hann
vinum að mæta ...

Hemmi Gunn er aðal söguhetjan í þessu hefti af
Mannlífi og sögu. Hann dvaldi mikið hér fyrir
vestan eins og mörgum er kunnugt. Enda átti hann
vinum að mæta á ættarslóðum, með fóstru sína í
fararbroddi. Að öðru leyti er þetta hefti
stútfullt af allskonar efni. Bæði af léttara og
alvarlegra tagi. Sem sagt: Vestfirðingar í blíðu
og stríðu, lífs og liðnir.
Í þessu
Mannlífshefti, sem og í bókunum að vestan
almennt, má lesa margt um skapgerð Vestfirðinga.
Sem dæmi má nefna kraft þeirra, seiglu og áræði,
að ógleymdu stoltinu og hjálpseminni.
Manngildið metið í dugnaði. Jákvæðir og
ósérhlífnir. Handaverkin traust. Alltaf tilbúnir
að veita öðrum lið. Gárungarnir segja að þegar
Vestfirðingar hætti að geta rifið kjaft, þá séu
þeir steindauðir, en fyrr ekki. Og komið geti
fyrir að þeir vilji bæði sleppa og halda.
Gálgahúmor og kaldlyndi nokkuð áberandi. Að gera
grín að sjálfum sér og náunganum þykir
sjálfsagt. Auðunn hinn vestfirski færði Sveini
Danakonungi hvítabjörn að gjöf.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt