Vörumynd

Háskólinn á Akureyri 1987-2012

Út er komin bókin, Háskólinn á Akureyri
1987-2012, afmælisrit. Rakin er aðdragandi að
stofnun skólans, sem ekki var átakalaus. Þetta
er þroskasaga ungrar st...

Út er komin bókin, Háskólinn á Akureyri
1987-2012, afmælisrit. Rakin er aðdragandi að
stofnun skólans, sem ekki var átakalaus. Þetta
er þroskasaga ungrar stofnunar. Hvernig komst
hún á legg Í hvað þarf til að skóli standi undir
nafni? Hvernig hefur Háskólinn þróast sem
merkileg kennslu- og vísindastofnun og hvað
hefur hann lagt af mörkum til fræða og
samfélagsins í heild?Leitað er svara við þessum
spurningum, og fleiri til, en það er ekki síst
vegna hins unga aldurs Háskólans á Akureyri að
saga hans verður gagnmerkt innlegg í
menntunarsögu Íslands. Þetta er nútímasaga er
varpar skemmtilegu ljósi, og stundum óvæntu, á
seinni hluta 20. aldar og byrjun þeirrar 21.
Saga Háskólans á Akureyri er á fjórða hundrað
síður, prýdd fjölmörgum ljósmyndum af nemendum
og starfsfólki við störf og leik. Ritstjóri er
prófessor Bragi Guðmundsson og útgefandi Völuspá
útgáfa í samvinnu við Háskólann á Akureyri.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    10.165 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt