Vörumynd

Váfugl - kilja

Váfugl gerist seint á núöld þegar Ísland leitar
útgöngu úr stórríki Evróníu. Eyjatröllið Krummi
tekst á við hinn kolsvarta váfugl sem hefur
hreiðrað um sig ...

Váfugl gerist seint á núöld þegar Ísland leitar
útgöngu úr stórríki Evróníu. Eyjatröllið Krummi
tekst á við hinn kolsvarta váfugl sem hefur
hreiðrað um sig djúpt, djúpt í myrkviðum
mannlegrar vitundar. Allir meginatburðir
Váfugls eiga sér sögulega skírskotun en
titillinn er sóttur í Svartfugl Gunnars
Gunnarssonar. Sagan hefst í Brussel, berst til
Íslands, Kaupmannahafnar, Berlínar og endar í
Rómaborg þar sem nýkjörnum forseta álfunnar eru
brugguð launráð. Aðeins Krummi getur komið í veg
fyrir forsetavíg. Tekst Eyjatröllinu að koma í
veg fyrir valdarán váfuglsins? Hallur Hallsson
skorar á hólm illvígasta tabú veraldar, hinn
kolsvarta váfugl sem læðist aftan að mannkyni. Í
fyrsta sinn í bókmenntasögunni er tekist á við
illfyglið sem bar ábyrgð á helstu ódæðisverkum
20. aldar. Það er fátæktarvitundin; kerling í
tötrum með dæturnar ágirnd og öfund og synina
spuna og hrotta. Kerlingin fóðraði illskuverk
Hitlers og Stalíns en tortýmdi þeim líka því hið
illa eyðir sjálfu sér.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt