Vörumynd

Hornstrandir og Jökulfirðir

Hornstrandir og Jökulfirðir 1. bók.
Vestfirska forlagið hefur ákveðið að gefa út
ritröð um Hornstrandir og Jökulfirði. Verður þar
dregið fram úrval úr þeim...

Hornstrandir og Jökulfirðir 1. bók.
Vestfirska forlagið hefur ákveðið að gefa út
ritröð um Hornstrandir og Jökulfirði. Verður þar
dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem
forlagið hefur gefið út um þetta stórfenglega
landsvæði og má kalla að hér sé um að ræða gamalt
vín á nýjum belgjum. Einnig verður leitað fanga
víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni.
Meðal efnis í fyrstu bókinni er viðamikið viðtal
sem Hlynur Þór Magnússon átti við Arnór Stígsson
frá Horni, Alexandrízka, íslenzka úr Jökulfjörðum,
en þar er um að ræða langt og kjarnmikið viðtal
Stefáns Jónssonar fréttamanns við Alexander
Einarsson frá Dynjanda. Þá er grein um bænhúsið í
Furufirði eftir síra Ágúst Sigurðsson og grein
eftir Gísla Konráðsson um Hall á Horni og syni
hans ásamt fleirum Hornstrendingum, svo nokkuð sé
nefnt.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt