Vörumynd

Eva Joly - Áfram barist

EVA

Áfram barist er einlæg frásögn hugsjónakonunnar
og eins öflugasta stríðsmanns nú á dögum gegn
spillingu í heiminum, Evu Joly. Í fyrri bók
hennar, Hversdagsh...

Áfram barist er einlæg frásögn hugsjónakonunnar
og eins öflugasta stríðsmanns nú á dögum gegn
spillingu í heiminum, Evu Joly. Í fyrri bók
hennar, Hversdagshetjur, sem kom út hjá Lafleur
útgáfunni 2009, lýsir hún hetjulegri framgöngu
ýmissa hversdagshetja í heiminum í baráttu
þeirra gegn spillingu í heiminum. Í þessari bók
heldur hún baráttunni áfram á eigin forsendum.
Hún lýsir ævi sinni og störfum, aðdraganda þess
að hún hóf baráttu sína og til hvers sú barátta
leiddi. Eva Joly olli miklu fjaðrafoki í
frönskum stjórnmálum og opnaði almenningi sýn
inn í heim sem honum hafði verið algjörlega
lokaður áður. Við Íslendingar höfum
tvímælalaust lært mikið af vinnubrögðum Evu
Joly. Og þó árangurinn við að afhjúpa hin
spilltu öfl hefði mátt vera meiri hefur framlag
Evu Joly skipt sköpum í þeirri viðleitni að þoka
réttlætinu í betri farveg. Fyrirmynd hennar er
öllum þeim sem trúa á heilbrigðara þjóðfélag
ómæld hvatning.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt